Hótel Reykjavík Saga

2018- 2022

Íslandshótel hf reisir hótel á horni Lækjargötu og Vonarstrætis. Hornið er áberandi staður í miðborg Reykjavíkur og nær því góðri tengingu við kjarna miðborgarinnar. Hótelið mun gefa horninu nýjan blæ og hönnunin er nútímaleg og klassísk í senn. Um er að ræða 130 herbergja hótel. Hótelið er á fimm hæðum auk kjallara. Brúttóstærð kjallara er um 1.500 fermetrar í honum er þjónusturými og bílastæði. Brúttóstærð byggingar ofanjarðar er um 5.000 fermetrar. Á jarðhæð er veitingasalur, bar, eldhús, skrifstofur, hótelherbergi auk nokkra verslana. Hótelherbergi eru á 2.-5. hæð. Hótelið inniheldur tvær glæsilegar og rúmgóðar þaksvalir, þar sem njóta má útsýnis til allra átta. Hlýlegt og sólríkt útisvæði er á bak við hótelið.

Hönnuðir


Arkitekt: Atelier – Björn Skaptason
Burðarþolshönnun: Ferill
Lagnir og loftræsting: Mannvit /heitir núna Cowi
Rafmagnshönnun: Verkhönnun
Brunahönnun: Lota/Öruggverk

Verktakar


Jarðvinna: Urð og grjót

Uppsteypa: SMG

Pípulagnir : Rennsli

Raflagnir: Rafholt

Loftræsting: Stjörnublikk

Smíðavinna: TVT, Al og Sér,

Múrari: G.Sölva/JG Múr

Innréttingar: Standard

Klæðning: Steinbor/Blikksmiðjan Vik

Stálsmíði: Stálgæði

Ísetning glugga: Kantur

Þakfrágangur: Höfuðverk