Öflugt teymi er grunnurinn að góðum verkum
Markmið okkar allt frá stofnun 2017 er að vera leiðandi fyrirtæki í framkvæmdageiranum.
Kjörorðið okkar er: Brautryðjendur í byggingum!
Hvað er JTV
JTV er ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í framkvæmdastjórnun byggingar- og innviðaverkefna.
Frá stofnun árið 2017 hefur fyrirtækið lagt áherslu á skipulag, fagmennsku og stöðuga þróun í vinnubrögðum. JTV vinnur náið með verkkaupum, hönnuðum og verktökum með það að markmiði að tryggja góðan árangur og gæði í öllum þáttum verkefna.
Það er sannfæring JTV að góð stjórnun byggist fyrst og fremst á öflugu starfsfólki, góðum undirbúningi, aga og samvinnu. Öll verkefni fela í sér vandamál og áskoranir. Því þjálfar JTV sitt fólk í að bregðast við af fagmennsku og yfirvegun í oft á tíðum erfiðum aðstæðum. Stöðugt er bætt við tólum í verkfærakistu starfsfólksins og tæknin er nýtt til að efla yfirsýn, samskipti og ákvarðanatöku.
Markmið JTV er að skapa umhverfi, með skipulögðum og öguðum vinnubrögðum, þar sem starfsfólk fyrirtækisins og samstarfsaðilar fá að vaxa og dafna. Þar sem góð niðurstaða verður sameiginlegur árangur allra sem að verkefninu koma.
JTV – brautryðjendur í byggingu
Um JTV
Við veitum sérhæfða þjónustu á sviði framkvæmda- og verkefnastjórnunar byggingaverkefna. Verkefnastjórar okkar búa yfir verkfræðiþekkingu, auk mikillar reynslu úr framkvæmdageiranum, enda hafa þeir gegnt lykilstöðum í stjórnun og rekstri margra stórra verkefna í gegnum tíðina.
Starfsfólk
JTV samanstendur af öflugu teymi stjórnenda og við leggjum kapp á að veita viðskiptavinum góða og trausta þjónustu. Við erum vel í stakk búin að stýra hvers konar verkefnum og framkvæmdum, óháð stærð og umfangi. Rík áhersla er lögð á gott utanumhald og eftirfylgni með verkefnum.
Þjónusta
Stjórnendurnir okkar búa yfir þekkingu á öllum sviðum framkvæmda. Við leggjum mikið upp úr aðferðum sem lágmarka framkvæmdatíma og kostnað.
Við bjóðum upp á fjölbreytta þjónustu, þar á meðal stýriverktöku, þróun verkefna, hönnunarstjórn, framkvæmdaráðgjöf og gerð verk- og kostnaðaráætlana.

