Góð stjórnun – lykillinn að góðu verki
Verkefnastjórnun í framkvæmdaverkum
30. október 2025
Hilton Reykjavík Nordica
12:30 - 18:00
Ísland stendur frammi fyrir miklum framkvæmdum á næstu árum – allt frá nýjum innviðum og opinberum byggingum til íbúðauppbyggingar og atvinnumannvirkja. Reynslan sýnir að á öllum stigum framkvæmda geta komið upp áskoranir: tafir, kostnaðarfrávik, gæðavandamál og ófyrirséðar aðstæður.
Líkt og nauðsynlegt er að byggingar séu hannaðar og teiknaðar af fagfólki, er einnig þörf á faglegri verkefnastjórnun í framkvæmdaverkum. Með markvissri og faglegri stjórn aukum við líkurnar á að verkefni nái markmiðum sínum, minnkum hættuna á mistökum og tryggjum meiri gæði fyrir verkkaupa, iðnaðinn og samfélagið í heild.
Af hverju ráðstefnan?
Tilgangurinn er að vekja athygli á mikilvægi fagmennsku í framkvæmdastjórnun á Íslandi. Eins og við þekkjum úr hönnun og teikningu bygginga, er ekki hægt að treysta á tilviljanir, sama gildir um framkvæmdastjórnun. Góð stjórnun er ekki lúxus heldur nauðsyn, og hún er lykilforsenda þess að framkvæmdir verði vel heppnaðar.
Verð: 9.900,-
Dagskrá
Setning ráðstefnunnar
12:30 - 13:00

Logi Einarsson,
menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra
Um Logi
Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, setur ráðstefnuna og fjallar um mikilvægi þess að styrkja faglega þekkingu í íslenskum bygginga- og framkvæmdageira, hlutverk stjórnunar í því að tryggja betri gæði í opinberum og einkaframkvæmdum, og hvernig fagleg framkvæmdastjórnun getur stutt við nýsköpun og vöxt samfélagsins.
Velkomin
13:00 - 13:10
Opnunarræða og setning ráðstefnu

Jónas Halldórsson
RÁÐSTEFNUSTJÓRI
Framkvæmdastjóri JTV
Um Jónas
Jónas Halldórsson er stofnandi og framkvæmdastjóri JTV, leiðandi ráðgjafafyrirtækis í framkvæmdastjórnun á Íslandi. Hann er byggingarverkfræðingur og húsasmiður með yfir 20 ára reynslu í verkefnastjórnun, bæði á Íslandi og erlendis. Hann starfaði sem verkefnastjóri hjá NCC í Noregi, framkvæmdastjóri hjá LNS Saga og var hluti af verkefnastjórnarteymi Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss. Jónas hefur byggt JTV upp sem öflugt fyrirtæki sem leiðir inn nýja nálgun í framkvæmdastjórnun, m.a. með áherslu á BIM, stafrænar lausnir og fagmennsku sem tryggir árangur verkefna.
Procon Ai
13:10 – 13:50
The topic I'd like to speak about is the role that technology can play in the improvement of managing the lifecycle of the built environment and how that relates to our role as construction managers.

Stephen DeVito
CM-BIM | Director of Technology at Procon Consulting
Um Stephen
Stephen DeVito er Director of Technology hjá Procon Consulting í Bandaríkjunum og
hefur meira en 20 ára reynslu af því að nýta upplýsingatækni og BIM til að bæta
skilvirkni og gæði í bygginga- og fasteignageiranum. Hann hefur þróað BIM-staðla og innleitt stafræna ferla fyrir hönnun, framkvæmd og rekstur mannvirkja, m.a. fyrir US General Services Administration. Stephen er einn af lykilhöfundum National BIM Guide Series í Bandaríkjunum og hefur mikla sérþekkingu á því hvernig ný tækni getur umbreytt verkefnastjórnun og rekstri bygginga.
Verkefnastjórnun í mannvirkjagerð – Lærdómur í gegnum árin
14:00 – 14:30
Ólafur Daníelsson byggir erindi sitt á eigin reynslu sem hönnuður, verkefnisstjóri og verkkaupi. Í erindinu fjallar hann um lærdóm úr byggingarframkvæmdum. Hann ræðir m.a. jafnvægi milli kostnaðar, tíma og umfangs, áhrif innkaupaleiða á samstarf og árangur, og áskoranir tengdar hönnun, framkvæmd og rekstri. Þá tekur hann fyrir mikilvægi skjölunar, áskoranir í lokafrágangi framkvæmda og mikilvægi þess að stuðlað sé að virkri þekkingaryfirfærslu milli ólíkra hópa.
Ólafur Daníelsson
ÓD Ráðgjöf
Um Ólaf
Ólafur var framkvæmdastjóri framkvæmda hjá Framkvæmdasýslunni – Ríkiseignum (FSRE) árin 2022-2025 og leiddi þar umfangsmikil innviða- og byggingarverkefni.
Hann starfaði áður hjá EFLU (2005–2022), sat þar í framkvæmdastjórn frá 2020 og í stjórn EFLU AS frá 2021. Ólafur er byggingarverkfræðingur með B.Sc. í umhverfis- og byggingaverkfræði og M.Sc. með áherslu á hljóðvist og hávaðastjórnun frá Háskóla Íslands, með IPMA-C vottun í verkefnastjórnun, og hefur kennt hljóðvist og hávaðastjórnun við Háskólann í Reykjavík.
Hann hefur haldið fjölda erinda og birt greinar, m.a. á Internoise 2016, og er nú að hefja Executive MBA nám við UHI í Skotlandi.
14:30 – 14:45
Kaffihlé
Alþjóðleg þróun í framkvæmdastjórnun
14:45 – 15:25
I will talk about the importance of program and construction management professionals and the value their expertise brings to any project, especially when they are engaged early.

Andrea S. Rutledge
CAE, President and ceo
Um Andrea
Andrea Rutledge er forseti og forstjóri Construction Management Association of
America (CMAA), samtaka með yfir 16.000 félagsmenn sem móta faglega
framkvæmdastjórnun í Bandaríkjunum. Hún hefur yfir 30 ára reynslu í samtakastjórn,
menntun og stefnumótun og hefur starfað sem framkvæmdastjóri National Architectural. Accrediting Board (NAAB) og sem stjórnandi hjá American Institute of Architects (AIA). Andrea er með CAE-vottun (Certified Association Executive) og er ötull talsmaður þess að fagmennska og góð stjórnun séu lykillinn að árangursríkum framkvæmdum.
Verkefnagát og áætlanir
15:30 – 16:00
Verkefnagát og áætlanir, hvernig er hægt að fylgjast með hvert verkefni er að stefna miðað við áætlanir og hvernig getur virk verkefnastjórn stuðlað að betri heilsu verkefna.

Jón Kolbeinn
Reitir
Um Jón Kolbein
Jón starfaði í nærri 10 ár hjá Isavia, fyrst sem verkefnastjóri framkvæmda og síðar sem deildarstjóri verkfræðideildar. Á þessum tíma stýrði hann ýmsum verkefnum tengdum stækkun og breytingum flugstöðvarinnar, farangurskerfum og öðrum innviðum. Megin áherslan var á hönnun, en einnig tók hann þátt í framkvæmdum. Jón var einnig aðild að stofnun verkefnagáttar og lagði grunn að verkefnastjórnun hjá Isavia.
Hann hefur síðan verið framkvæmdastjóri framkvæmda hjá Reitum í tæp þrjú ár, þar sem hann stýrir sviði sem ber ábyrgð á viðhaldi og framkvæmdum á eignasafni Reita.
Góð stemning í verkefnum:
16:00 – 16:30
Af hverju er góð stemning mikilvæg í verkefnum og hvað get ég sem verkefnastjóri gert til að stuðla að góðri stemningu til hagsbóta fyrir verkefnið.

Vala Björnsdóttir
JTV
Um JTV
Vala er verkefnastjóri og hluthafi hjá JTV (frá 2018) með víðtæka reynslu af verkefnastjórnun, útboðum, verk- og gæðastjórnun á öllum stigum framkvæmda. Hún hefur stýrt fjölbreyttum verkefnum, m.a. íbúðarhúsnæði á Nónhæð, Íslandshótel við Lækjargötu, endurbótum á skrifstofuhúsnæðum, ýmsum sérframkvæmdum fyrir einkaaðila . Áður starfaði hún hjá Munck Iceland (LNS Saga) í innkaupastýringu og hjá Mannviti í verk- og kostnaðarstýringu stórra iðnaðarverkefna. Vala er byggingarverkfræðingur (B.Sc., HÍ) og hún stundaði einnig skiptinám við KTH í Stokkhólmi.
Tengsla kokteill
16:30 – 18:00
Kokteilar í lounge
Join our Team
Join our global remote team today.
Tagline
Position Title
This is a paragraph. Writing in paragraphs lets visitors find what they are looking for quickly and easily.
London
Remote
Tagline
Position Title
This is a paragraph. Writing in paragraphs lets visitors find what they are looking for quickly and easily.
London
Remote
Tagline
Position Title
This is a paragraph. Writing in paragraphs lets visitors find what they are looking for quickly and easily.
London
Remote
Skráðu þig núna
Verkefnastjórnun í framkvæmdaverkum 2025 er vettvangur fyrir alla í bygginga- og framkvæmdageiranum – verkkaupa, verktaka, hönnuði og ráðgjafa – til að ræða hvernig fagleg framkvæmdastjórnun getur aukið líkur á vel heppnuðum verkum.
Markmiðið er að gera framkvæmdastjórnun að viðurkenndu fagi á Íslandi og styrkja þannig gæði, skilvirkni og áreiðanleika í öllum framkvæmdum.
Verð: 9.900,-