Urriðaholti

Á haustmánuðum 2022 samdi Garðabær við Þarfaþing hf. um byggingu á 1.429 m2 leikskóla í Urriðaholti. Leikskólinn er að Holtsvegi 20 í Urriðaholti í Garðabæ og er 6 deilda leikskóli fyrir 124 börn. Byggingin er mestu ein hæð en tvær hæðir að hluta þar sem starfsemi leikskólans og leikskólabarna er á 1.hæð en aðstaða kennara og stjórnenda er á 2.hæð. Burðarvirki leikskólans var hannað sem steyptar undirstöður og steypt botnplata, en annað burðarvirki er úr krosslímdum timbureiningum (KLT) og límtrésbitum. Lóðin við leikskólann er einkar glæsileg en hún er 6.151 m2 og á leikhluta hennar er einstakt útsýni m.a. yfir Urriðavatnið sem er í nágrenni leikskólans. Að framkvæmdum loknum hlaut leikskólinn norrænu umhverfisvottunina Svaninn. Baldur Sigurðsson (JTV) sá um verkefnastjórn framkvæmdarinnar fyrir hönd Þarfaþings

JTV

Verkefnastjórn: Baldur Sigurðsson

 

Aðalverktaki Þarfaþing:

Framkvæmdastjóri Þarfaþings: Eggert Jónsson.
Verkstjóri: Birgir Haraldsson. 

Verkstjóri: Einar Hafsteinsson. 

Gæðastjóri: Ævar Sveinn Sveinsson. 

Yfirsmiður: Árni Kristján Gissurason.

 

Verktakar:

Jarðvinna: Loftorka.
Burðarvirki KLT: Woodcon. 

Pípulagnir: Kraftlagnir.
Loftræsting: 
Blikksmiðurinn. 

Raflagnir: Raflausnir.
Smíðavinna: 
Þarfaþing, Al og Sér og M7 verktakar.
Gólf og loftadúkur:
 Pons.
Ísetning glugga og hurða: 
Auro verktakar.
Innréttingar: 
Pro Export.
Málun: 
OG Verk.
Múrari: 
Múrborg.
Klæðning: 
OSSN.
Þakfrágangur: 
Tambi.
Gróðurhús: 
Fagval.
Lóð: 
Garðyrkjuþjónustan. Svansvottunarfulltrúi: COWI

 

Hönnunarteymi:

Arkitektar og hönnunarstjórnun, Hulda Jónsdóttir hjá HJARK.

Burðarþol og verkfræðiráðgjöf, Arnar Björn Björnsson hjá exa nordic.
Lagnir og loftræstingar verkfræðiráðgjöf, 
Brynjar Örn Árnason og Almar Gunnarsson hjá Teknik. 

Raflagnir verkfræðiráðgjöf, Kristín Ósk Þórðardóttir og Kjartan Rúnarsson hjá Lotu.

Landslagshönnun, Arnar Birgir Ólafsson og Anna Kristín Guðmundsdóttir hjá Teiknistofa Norðurlands. 

Brunahönnun, Sigurður Bjarni Gíslason hjá Lotu. 

Hljóðvistarhönnun, Kristrún Gunnarsdóttir hjá Myrru.


by JT verk JT 20 May 2025
Fyrsti módúlaleikskóli í Hafnarfirði rís við Áshamar 9 
30 January 2025
Nýr og endurbættur vefur JTV er kominn í loftið. Opnunin er stór áfangi en undanfarna mánuði höfum við lagt mikla vinnu í stefnumótun og endurmörkun á útliti fyrirtækisins. Vörumerkið endurspeglast nú vel í nýju útliti, markaðsefni og á vef.
25 September 2023
Max salur Smárabíós, sem býður upp á Flagship Laser 4K og Dolby Atmos, hefur slegið í gegn. Með breytingunum er Smárabíó orðið eitt af bestu bíóum í heimi og það eina sinnar tegundar á landinu.
Sjá allar fréttir