Velkomin á nýjan vef JTV!

Nýr og endurbættur vefur JTV er kominn í loftið. Opnunin er stór áfangi en undanfarna mánuði höfum við lagt mikla vinnu í stefnumótun og endurmörkun á útliti fyrirtækisins. Vörumerkið endurspeglast nú vel í nýju útliti, markaðsefni og á vef.
Til einföldunar höfum við breytt nafni fyrirtækisins í JTV, sem leysir af hólmi JT Verk.
Markmiðið er að vefurinn sé skýr, þægilegur í notkun og gefi viðskiptavinum góða mynd af okkar þjónustu.
Stefnumótun og ný ásýnd JTV var unnin með Brú Strategy og vefhönnun með Klick.
Markmið okkar er ávallt að vera leiðandi fyrirtæki í framkvæmdageiranum. Við erum afar stolt af þessum áfanga og hlökkum til að stýra framkvæmdum áfram af öryggi með okkar góðu viðskiptavinum.

by JT verk JT
•
6 November 2025
Ráðstefna um verkefnastjórnun í framkvæmdaverkum 2025 verður haldin á Reykjavik Hilton Nordica 30. október. Tilgangurinn með ráðstefnunni er að vekja athygli á mikilvægi fagmennsku í framkvæmdastjórnun á Íslandi að sögn Jónasar Halldórssonar, framkvæmdastjóra JTV, sem heldur ráðstefnuna.



